Fyrrum ritari Albert Einstein andlit tískumerkis

27. janúar 2018
skrifar

Hin níræða Jane Krecicki situr fyrir í nýrri herferð bandaríska fatamerkisins Kahle. Krecicki er amma ljósmyndarans Nikki Krecicki en hún starfaði sem ritari Alberts Einstein. 

Hugmyndin um að nota Jane sem andlit vor- og sumarlínu merkisins kom eftir að Nikki notaði ömmu sína í ljósmyndasýningu sinni sem nefndist Jane and I. Hún hefur enga reynslu af fyrirsætustörfum en það er ekki að sjá á myndunum sem eru að slá í gegn. 

Ljósmyndarinn segir í samtali við Vogue, þar sem hún vinnur, ná skemmtilegri tengingu við ömmu sína þegar hún myndar hana. „Ég hef verið að mynda ömmu síðustu þrjú ár og það hefur styrkt samband okkar. Í hverri töku uppgötvum við meira um hvort aðra.“

Yndislega falleg herferð!