Lífið

Mikill meirihluti ánægður með Skaupið

Birgir Olgeirsson skrifar
Mikil ánægja var á meðal landsmanna með Áramótaskaupið en heil 76% sögðu Skaupið hafa verið gott en einungis 10% slakt.
Mikil ánægja var á meðal landsmanna með Áramótaskaupið en heil 76% sögðu Skaupið hafa verið gott en einungis 10% slakt. Skjáskot af vef RÚV

Mikil ánægja var á meðal landsmanna með Áramótaskaupið 2017 ef marka má könnun MMR. 76% þátttakenda í könnuninni, sem framkvæmd var dagana 9-17. janúar 2018, sögðu Áramótaskaupið hafa verið gott. 

Frá því að MMR hóf að mælingar á ánægju með Áramótaskaupið árið 2011 hefur ánægjan aðeins einu sinni mælst meiri eða 81% árið 2013. 

Aðeins 10% kváðu Áramótaskaupið 2017 hafa verið slakt en óánægja með Skaupið mældist mest árið 2012 þegar 48% sögðu það hafa verið slakt.Ívið fleiri konur (78%) en karlar (74%) sögðu Skaupið hafa verið gott og sögðu 13% karla skaupið hafa verið slakt samanborið við 8% kvenna.

Af yngsta aldurshópnum, 18-29 ára voru 84% sem sögðu Skaupið hafa verið gott, samanborið við 67% þeirra 68 ára og eldri. Skaupið virðist hafa fallið betur í kramið hjá þeim sem yngri eru og fer ánægjan stiglækkandi með hækkandi aldri. Aðeins 6% þeirra á aldrinum 18-29 ára sögðu Skaupið hafa verið slakt, samanborið við 18% þeirra 68 ára og eldri.

Skaupið virðist hafa höfðað betur til íbúa höfuðborgarsvæðisins heldur en íbúa landsbyggðarinnar en 14% þátttakenda búsettir á landsbyggðinni kváðu Skaupið hafa verið slakt, samanborið við 8% íbúa höfuðborgarsvæðisins.

Stuðningsfólk Viðreisnar virðist hafa verið sérlega ánægt með Skaupið en 89% kváðu Skaupið hafa verið gott og einungis 2% kváðu það hafa verið slakt. Minnst ánægja með Skaupið var hjá stuðningsfólki Flokks fólksins (63%) og Miðflokksins (65%) en af stuðningsfólki Flokks fólksins sögðu 17% skaupið hafa verið slakt og 19% af stuðningsfólks Miðflokksins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.