Íslenski boltinn

Viðarsdætur framlengja við Val

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Elísa og Margrét Lára ásamt þjálfara sínum, Pétri Péturssyni
Elísa og Margrét Lára ásamt þjálfara sínum, Pétri Péturssyni mynd/valur
Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur framlengdu samninga sína við Val. Félagið greindi frá þessu í dag.

Systurnar slitu báðar krossband á síðasta ári, Elísa í landsleik með Íslandi í byrjun árs og Margrét Lára í leik með Val snemma á tímabilinu, en hafa báðar æft vel í vetur.

Þá eru þær báðar barnshafandi og því óvíst hversu mikið þær geta tekið þátt á komandi tímabili.

„Ekki þarf að fjölyrða um knattspyrnuhæfileika þeirra enda eru þær lykilleikmenn Vals og landsliðsins og eru öflugir liðsmenn, leiðtogar og frábærar fyrirmyndir fyrir það frábæra knattspyrnustarf sem unnið er að Hlíðarenda,“ segir í tilkynningu Vals.

Valur endaði í þriðja sæti í Pepsi deild kvenna á síðasta tímabili. Liðið hefur leik í deildinni á nýju tímabili þann 4. maí gegn Selfossi á Hlíðarenda.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×