Innlent

Sjálfstæðismenn í borginni velja sér leiðtoga í dag

Kjartan Kjartansson skrifar
Fimm frambjóðendur sækjast eftir að leiða sjálfstæðismenn í borgarstjórnarkosningum í vor.
Fimm frambjóðendur sækjast eftir að leiða sjálfstæðismenn í borgarstjórnarkosningum í vor.
Leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor fer fram í dag. Fimm frambjóðendur eru í framboði, fjórir karlar og ein kona. Fjórir kjörstaðir eru í borginni og lokar þeim kl. 18.

Kjörstaðir opna kl. 10 en prófkjörið er opið öllum flokksbundum sjálfstæðismönnum sem eru fimmtán ára og eldri. Þá er miðað við að þeir sem ganga í flokkinn í dag skuli hafa náð 18 ára aldri 26. maí.

Áslaug Friðriksdóttir, Eyþór Arnalds, Kjartan Magnússon, Vilhjálmur Bjarnason og Viðar Guðjohnsen eru í framboði.

Kosið er á fjórum stöðum í borginni samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Sjálfstæðisflokksins. Auk Valhallar eru kjörstaðir í Félagsheimili Sjálfstæðisfélagsins í Hraunbæ í Árbæjarhverfi, Félagsheimilinu Sjálfstæðisfélaganna í Mjódd og í Hverafold.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×