Íslenski boltinn

ÍA engin fyrirstaða fyrir Blika

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Blikar fagna síðasta sumar.
Blikar fagna síðasta sumar. Vísir/eyþór
Breiðablik átti ekki í vandræðum með ÍA þegar liðin mættust í Akraneshöllinni í dag í leik sem er hluti af Fótbolta.net mótinu.

Blikar komust yfir snemma leiks með sjálfsmarki og Willum Þór Willumsson bætti við öðru marki fyrir þá grænklæddu áður en flautað var til leikhlés.

Gísli Eyjólfsson gerði út um leikinn á 51. mínútu áður en Viktor Örn Margeirsson gulltryggði sigur Blika með marki í uppbótartíma.

Blikar eru nú með þrjú stig í riðli 1. Þeir eiga enn möguleika á því að taka efsta sæti riðilsins og tryggja sér með því úrslitaleik gegn Grindvíkingum, en þeir þurfa að treysta á að ÍBV vinni Stjörnuna seinna í dag.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara voru fengnar frá fotbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×