Íslenski boltinn

Agla María komin aftur í grænt

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Agla María í leik með Stjörnunni síðasta sumar
Agla María í leik með Stjörnunni síðasta sumar vísir/andri marinó
Agla María Albertsdóttir hefur gengið aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik frá Stjörnunni.

Agla María, sem átti frábært ár í fyrra þar sem hún tryggði sér sæti í landsliðshópnum sem fór á EM í Hollandi ásamt því að spila vel í liði Stjörnunnar, gerði tveggja ára samning við Blika.

Hin 18 ára Agla María á 52 meistaraflokksleiki að baki þar sem hún hefur skorað 13 mörk. Þar af er einn leikur með Blikum, en 15 ára spilaði hún í Lengjubikarnum og gerði eitt mark. Hún skipti yfir í Val sumarið 2015, yfir í Stjörnuna árið 2016 og er nú komin aftur í Kópavoginn.

„Mér finnst það sem er í gangi hjá Breiðabliki meira spennandi en hjá Stjörnunni og svo spilaði það inn í að ég er uppalin hjá félaginu. Markmiðið hjá Breiðablik er alltaf að vinna allt sem er í boði," sagði Agla María í viðtali við mbl.is.

Breiðablik mætir einmitt Stjörnunni í opnunarleik Pepsi deildar kvenna þann 3. maí.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×