Lífið

Bónorð fyrir utan klósettið í flugvél WOW

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sverrir Diego náði þessu fallega augnabliki á mynd.
Sverrir Diego náði þessu fallega augnabliki á mynd.

„Rosaleg rómantík í loftinu í kvöld. Veit ekki hvor var meira stressaður ég eða verðandi unnustinn,“ segir hárgreiðslumaðurinn Sverrir Diego í stöðufærslu á Facebook.

Sverrir varð vitni að bónorði í flugvél WOW um helgina. Þá hafði maður hent sér á skeljarnar fyrir framan salernið í vélinni og beið þar eftir að verðandi unnustu sinni. Sverrir var á leiðinni heim til Íslands frá Chicago í Bandaríkjunum þegar hann sá hvað var í vændum. 

Sverrir segir í samtali við Vísi að töluverð fagnaðarlæti brutust út fremst í vélinni þegar farþegar áttuðu sig á því að þeir væru að verða vitni af bónorði í beinni.

Þegar konan hafði lokið sér af opnaði hún venju samkvæmt dyrnar og ætlaði væntanlega aftur í sætið sitt. Við blasti kærastinn á skeljunum og bar fram spurninguna.

Konunni brá heldur betur en gaf honum gott svar að lokum. Hér að neðan má sjá myndband af atvikinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.