Sport

Við ætlum að gera betur

Telma Tómasson skrifar
Lið Oddhóls/Þjóðólfshaga.
Lið Oddhóls/Þjóðólfshaga. Stöð 2 Sport
Mikil spenna er fyrir upphafi keppnistímabilsins í hestaíþróttum sem hefst næstkomandi fimmtudag, 1. febrúar, með keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í Samskipahöllinni í Kópavogi.

Keppt er í átta greinum, liðin eru einnig átta og er hvert þeirra með fimm liðsmenn. Þrír þeirra keppa hverju sinni, en Meistaradeildin er bæði einstaklings – og liðakeppni.

„Við erum býsna sterk en gerum vonandi betur en síðast,“ segir Sigurður Sigurðarson, liðsstjóri fyrsta liðsins sem kynnt er til leiks í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, lið Oddhóls/Þjóðólfshaga, en það má skoða í meðfylgjandi myndskeiði.

„Þetta spilast oft öðruvísi. Við vitum hvernig Meistaradeildin er, þetta er snemma vetrar og oft hefur farið öðruvísi en margan grunar,“ segir Sigurður.

Meistaradeildin er ein sterkasta keppni sem fram fer í hestaíþróttum í Íslandshestaheiminum og er ómissandi fyrir alla áhugamenn um hesta að fylgjast með.

Keppnin er sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og unnt er að tryggja sér áskrift á 365.is/bestasaetid.

Einnig er unnt að fylgjast með á netinu á oz.com/meistaradeildin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×