Bíó og sjónvarp

Svona leit Tom Cruise út þegar hann horfði á sig ökklabrotna

Birgir Olgeirsson skrifar
Atvikið átti sér stað við tökur á sjöttu Mission Impossible-myndinni.
Atvikið átti sér stað við tökur á sjöttu Mission Impossible-myndinni.

Bandaríski leikarinn Tom Cruise brást ekki vel við því að horfa á sjálfan sig ökklabrotna illa við tökur á sjöttu Mission Impossible-myndinni. Crusie var gestur í spjallþætti Graham Norton þar sem hann lét leikarann horfa á atvikið aftur frá mörgum sjónarhornum og í hægri endursýningu.

Viðkvæmir eru varaðir við því að horfa á þetta myndband og átti leikarinn sjálfur nokkuð erfitt með það.

Sjötta Mission Impossible-myndin hefur fengið nafnið Fallout en hún verður frumsýnd í júlí næstkomandi. Ekki hefur verið gefið upp mikið upp um söguþráð myndarinnar, annað en að Ethan Hunt, leikinn af Tom Cruise, og félagar þurfa að leysa eitthvað ótrúlega erfitt verkefni.

Leikstjórinn Christopher McQuarrie er sá sem fer fyrir þessari mynd líkt og þeirri sjöttu en á meðal aðalleikara hennar eru Henry Cavill, sem er hvað þekktastur fyrir að leika Superman, Rebecca Ferguson, Alec Baldwin og Simon Pegg.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.