Lífið

Game of Thrones stjörnur mættar til vinnu á Íslandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Emilia Clarke og Kit Harrington eru í aðalhlutverki í þáttunum geysivinsælu.
Emilia Clarke og Kit Harrington eru í aðalhlutverki í þáttunum geysivinsælu. Mynd/HBO

Kit Harrington og Emilia Clarke sem leika aðalhlutverkin í þáttunum vinsælu Game of Thrones, eru stödd á Íslandi. Hluti áttundu og síðustu þáttaraðar Game of Thrones verður tekin upp hér á landi á næstu dögum.

Vísir greindi frá því í desember að til stæði að tökur myndu hefjast hér á landi í febrúar og búist er við því að þær standi yfir í nokkra daga. Vakin var athygli á komu Clarke og Harrington til Íslands á samfélagsmiðlum. Voru það ferðamenn sem tóku fyrst eftir þeim, og ekki í fyrsta skipti.

Clarke og Harrington leika Daenerys Targaryen og Jon Snow, tvö af helstu hlutverkum þáttanna og því ljóst að Ísland verður enn á ný í stóru hlutverki í þáttunu vinsælu. Tökur á þáttunum hafa farið fram hér á landi áður, en þá voru teknar upp senur fyrir seríur tvö, þrjú, fjögur og sjö. Harrington hefur áður komið til Íslands við tökur á þættinum en þetta er í fyrsta sinn sem Clarke kemur vegna gerð þáttanna.

Hafa þær farið fram á Snæfellsjökli, við Höfðabrekkuheiði, Mývatn, Grjótagjá, Reynisfjöru, við Jökulsárlón og Stakkholtsgjá, svo dæmi séu tekin.

Þá hafa nokkrir Íslendingar farið með hlutverk í þáttunum. Þar á meðal sló Hafþór Júlíus Björnsson í gegn sem Fjallið í fjórtán þáttum, Jóhannes Haukur Jóhannesson kom fyrir í tveimur þáttum í sjöttu seríu, meðlimir Of Monsters and Men léku aukahlutverk í sjöttu seríu og meðlimir Sigur Rósar gerðu slíkt hið sama í fjórðu seríu.

Áttunda serían mun innihalda sex þætti sem frumsýndir verða á næsta ári.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.