Erlent

Fyrr­verandi for­sætis­ráð­herra Noregs látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Odvar Nordli var endurskoðandi að mennt.
Odvar Nordli var endurskoðandi að mennt. Regjeringen.no
Odvar Nordli, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, lést í gær, níræður að aldri.

„Einn af mestu leiðtogum verkalýðshreyfingarinnar hefur kvatt okkur,“ sagði Jonas Gahr Støre, formaður norska Verkamannaflokksins, þegar hann tilkynnti um andlát Nordli.

Nordli myndaði ríkisstjórn sína 15. janúar 1976 og gegndi hann embætti forsætisráðherra til 4. febrúar 1981 þegar ríkisstjórn Gro Harlem Brundtland tók við völdum eftir innanflokksátök í Verkamannaflokknum.

Nordli var endurskoðandi að mennt og sat á þingi á árunum 1961 til 1981. Hann tók þá við stöðu héraðsstjóra Heiðmerkur sem hann gegndi til ársins 1993 þegar hann fór á eftirlaun. Nordli átti einnig sæti í norsku Nóbelsnefndinni á árunum 1985 til 1996.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×