Kaia Gerber á forsíðu Vogue Paris

10. janúar 2018
skrifar

Ofurfyrirsætan Kaia Gerber er ekki nema sextán ára gömul, en hefur nú landað forsíðu Vogue Paris, sem þykir ansi vel af sér staðið. Kaia er framan á febrúar-útgáfu tímaritsins og klæðist Saint Laurent frá toppi til táar. Kaia á hæfileikana hins vegar ekki langt að sækja, því móðir hennar er engin önnur en Cindy Crawford.

Kaia klæðist stígvélunum sem vöktu mikla athygli á einni fallegustu tískusýningu ársins, sem haldin var fyrir framan Eiffell-turninn í september síðastliðnum. Stígvélin eru alveg loðin og ná upp fyrir hné, og hafa margar stjörnur sést í þeim undanfarið.

Forsíðan er stíliseruð af Emmanuelle Alt og er tekin af David Sims. Franska Vogue setur ákveðna tískuyfirlýsingu með þessari forsíðu og segist spá fyrir tískunni árið 2018. Þessari forsíðu verður allavega seint gleymt.