Körfubolti

KR-liðið getur í kvöld afrekað það sem ekkert lið hefur náð í 28 ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson vann sinn fyrsta bikarúrslitaleik í fyrra.
Jón Arnór Stefánsson vann sinn fyrsta bikarúrslitaleik í fyrra. Vísir/Stefán
KR-ingar hafa ekki tapað bikarleik í þrjú ár og í kvöld getað þeir komist í fjórða bikarúrslitaleikinn í röð.

Íslands- og bikarmeistarar KR mæta 1. deildarliði Breiðabliks klukkan 17.00 í dag og er það fyrsti leikurinn á bikarhelgi KKÍ.

Maltbikarhelgin fer öll fram í Laugardalshöllinni og verða bikarleikir í Höllinni fram á sunnudagskvöld.

Takist KR-ingum að komast í bikarúrslitaleikinn fjórða árið í röð verða Vesturbæingar fyrsta liðið í 28 ár sem nær því.

Síðasta lið sem afrekaði slíkt var Njarðvík sem komst í fimm bikarúrslitaleiki í röð frá 1986 til 1990. Njarðvík vann bikarinn fjögur ár í röð frá 1987 til 1990.

KR-liði tapaði á móti Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum árið 2015 en hefur unnið Þorlákshafnar Þórsara í úrslitaleiknum undanfarin tvö ár.



Flestir bikarúrslitaleikir í röð:

5 í röð - KR  1970-1974

1970: KR 61-54 Ármann

1971: KR 87-85 ÍR

1972: KR 85-80 ÍR

1973: KR 71-68 ÍS

1974: KR 86-81 Valur

5 í röð - Njarðvík 1986-1990

1986: Haukar 93-92 Njarðvík

1987: Njarðvík 91-69 Valur

1988: Njarðvík 104-103 KR

1989: Njarðvík 78-77 (71-71) ÍR

1990: Njarðvík 90-84 Keflavík

3 í röð - KR 2015- enn í gangi

2015: Stjarnan 85-83 KR

2016: KR 95-79 Þór Þ

2017: KR 78-71 Þór Þ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×