Lífið

Kalli úr súkkulaðiverksmiðjunni orðinn fullorðinn maður sem mætti á Golden Globe

Stefán Árni Pálsson skrifar
Freddie Highmore og Johnny Depp úr kvikmyndinni.
Freddie Highmore og Johnny Depp úr kvikmyndinni.
Kvikmyndin Charlie and the Chocolate Factory eða Kalli og súkkulaðiverksmiðjan kom út árið 2005 og fóru þeir Johnny Depp og Freddie Highmore með aðalhlutverkin.

Highmore lék ungan dreng að nafni Charlie Bucket og var hann 13 ára þegar hann lék í myndinni, og fór hann með mikinn leiksigur.

Eftir að hann kom fram í Charlie and the Chocolate Factory hefur ferill leikarans verið upp á við og sást til hans á Golden Globe verðlaunahátíðinni á dögunum.

Hann er í dag orðinn 25 ára og hefur eðlilega elst töluvert eins og sjá má hér að neðan. Hann var tilnefndur til Golden Globe fyrir hlutverk sitt í þáttunum The Good Doctor.

Freddie Highmore á rauða dreglinum á sunnudagskvöldið.visir/getty





Fleiri fréttir

Sjá meira


×