Markalaust í leiðinlegum leik á Brúnni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Svipur leikmanna segir til um skemmtanagildið í kvöld.
Svipur leikmanna segir til um skemmtanagildið í kvöld. Vísir/Getty
Chelsea og Arsenal gerðu markalaust jafntefli á Stamford Bridge í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins.

Chelsea var sterkari aðilinn og komst næst því að skora, en þeir áttu fjölmörg skot. Þar á meðal fór annars eitt skot Cesc Fabregas í stöngina og framhjá.

Myndbandsaðstoðardómari var notaður í kvöld, en Martin Atkinson virtist í nokkur skipti vera að hlusta eftir einhverjum sem var með skjá fyrir framan sig. Í öll skiptin virtist Atkinson og teymið hafa rétt fyrir sér.

Eins og áður segir lauk leiknum með markalausu jafntefli og þótti leikurinn bragðdaufur. Liðin mætast aftur, þá á Emirates, en sá leikur verður spilaður eftir nákvæmlega tvær vikur.

Sigurliðið mætir annað hvort Manchester City eða Bristol City í úrslitaleiknum, en Man. City leiðir 2-1 eftir fyrri leik liðanna.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira