Markalaust í leiðinlegum leik á Brúnni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Svipur leikmanna segir til um skemmtanagildið í kvöld.
Svipur leikmanna segir til um skemmtanagildið í kvöld. Vísir/Getty

Chelsea og Arsenal gerðu markalaust jafntefli á Stamford Bridge í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins.

Chelsea var sterkari aðilinn og komst næst því að skora, en þeir áttu fjölmörg skot. Þar á meðal fór annars eitt skot Cesc Fabregas í stöngina og framhjá.

Myndbandsaðstoðardómari var notaður í kvöld, en Martin Atkinson virtist í nokkur skipti vera að hlusta eftir einhverjum sem var með skjá fyrir framan sig. Í öll skiptin virtist Atkinson og teymið hafa rétt fyrir sér.

Eins og áður segir lauk leiknum með markalausu jafntefli og þótti leikurinn bragðdaufur. Liðin mætast aftur, þá á Emirates, en sá leikur verður spilaður eftir nákvæmlega tvær vikur.

Sigurliðið mætir annað hvort Manchester City eða Bristol City í úrslitaleiknum, en Man. City leiðir 2-1 eftir fyrri leik liðanna.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.