Innlent

Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni

Jakob Bjarnar skrifar
Fimm munu berjast um leiðtogasæti Sjálfstæðismanna í borginni.
Fimm munu berjast um leiðtogasæti Sjálfstæðismanna í borginni.
Þá liggur það fyrir hverjir munu gefa kost á sér í sérstakt leiðtogakjör Sjálfstæðisflokksins vegna komandi sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 27. þessa mánaðar. Þetta eru þau:

Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi

Eyþór Arnalds athafnamaður

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi

Viðar Guðjohnsen athafnamaður

Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi alþingismaður​.

Talsverð umræða hefur verið um það hver muni leiða Sjálfstæðisflokkinn. Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður SUS, varpaði nýverið fram þeirri hugmynd að vert væri að hafa það á stefnuskrá flokksins að staða borgarstjóra væri auglýst. Hugmyndin í sjálfu sér lýsti leiðtogakrísu. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra flokksins, gekk svo langt að seilast út fyrir flokkslínur og bryddaði uppá þeirri hugmynd að Frosti Sigurjónsson yrði fenginn úr Framsóknarflokknum í oddinn.

Ýmsir hafa verið nefndir til sögunnar, svo sem Ólafur Arnarson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, sem lýsti því yfir á Facebook-síðu nú síðdegis að hann hafi legið undir feldi en ákveðið eftir mikla innri baráttu að gefa ekki kost á sér. Sama máli gegnir um Völu Pálsdóttur, formann Landsambands Sjálfstæðiskvenna og þá var Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingaður orðuð við leiðtogasætið. Og sjálfsagt mætti nefna fleiri dæmi um þá sem töldust hugsanlegir kandídata.

En, þá er það sem sagt fyrirliggjandi að einn af þessum fimm verður leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borginni.


Tengdar fréttir

Unnur Brá hyggst ekki bjóða sig fram í borginni

Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðsflokksins og forseti Alþingis, hefur tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×