Körfubolti

Ívar: Gátum ekki keypt okkur körfu í fyrri hálfleik

Kristinn Páll Teitsson í Laugardalshöll skrifar
Ívar á hliðarlínunni í kvöld.
Ívar á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/anton

„Mér fannst strákarnir alveg leggja sig fram en það vantaði aðeins upp á baráttuna og að skotin skyldu detta fyrir okkar, við vorum að fá á köflum galopin skot og við  gátum ekki keypt körfu,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, í viðtali eftir tíu stiga tap gegn Tindastól í undanúrslitum bikarsins í kvöld.

Haukar voru að eltast við Stólana allan leikinn og þurftu að lokum að sætta sig við tíu stiga tap í Laugardalshöllinni.

„Það háði okkur að setja ekki þessi skot niður en við náðum að halda okkur á lífi. Við vorum bara sex stigum undir í hálfleik þótt að við höfum verið hræðilegir framan af. Það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik,“ sagði Ívar og hélt áfram:

„Í hvert skipti sem við gerðum áhlaup náðu þeir að svara með risa körfum, erfiðum þristum og þeir kannski vinna leikinn á því að setja niður öll stóru skotin sín í seinni hálfleik. Þeir eiga hrós skilið fyrir frábæran leik og sérstkalega Arnar sem setti niður hvert skotið á eftir öðrum með menn í andlitinu.“

Ívar var ósáttur með framferði Stólanna gagnvart Kára í leiknum.

„Mér fannst þeir nota hendurnar full mikið, sérstaklega þegar kom að Kára sem þeir héldu og stýrðu svolítið til. Þeir spiluðu af hörku sem dómararnir leyfðu og við vorum kannski ekki nógu duglegir að gera það.“

Ívar sagði að betri skotnýting hefði breytt útkomu leiksins.

„Við vissum að þeir myndu reyna að falla inn og við gætum nýtt það til að taka þristana, þegar fyrstu skotin fóru að klikka urðu menn meira hikandi. Loksins þegar við fórum að setja niður þessi skot þá náðu þeir alltaf að svara með stórum körfum.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.