Enski boltinn

Walcott gæti orðið liðsfélagi Gylfa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Walcott í leik með Arsenal.
Walcott í leik með Arsenal. Vísir/Getty

Theo Walcott er orðaður við Everton í Liverpool Echo í dag en hann er sagður á leið frá Arsenal.

Enski landsliðsmaðurinn hefur lítið fengið að spila með Lundúnarfélaginu og er talið líklegt að Arsenal sé reiðubúið að selja leikmanninn fyrir 30 milljónir punda í mánuðinum.

Walcott kom sem táningur frá Southampton og hefur verið helst orðaður við sitt gamla félag. En Everton ætlar að blanda sér í baráttuna um kappann og er talið líklegra til að geta mætt launakröfum Walcott en Southampton.

Framherjinn Cenk Tosun gekk nýverið í raðir Everton en þar að auki er Sam Allardyce, stjóri Everton, sagður vera að leita að varnarmanni.

Gylfi Þór Sigurðsson er á mála hjá Everton en liðið er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Everton hefur ekki unnið síðustu fjóra leiki sína og tapað síðustu tveimur. Liðið mætir Tottenham, gamla félagi Gylfa, á útivelli á laugardag klukkan 17.30.


Tengdar fréttir

Pellegrino staðfestir áhuga á Walcott

Mauricio Pellegrino, knattspyrnustjóri Southampton, staðfesti í samtali við SkySports að félagið sé að skoða möguleikann á að fá Theo Walcott aftur til uppeldisfélagsins frá Arsenal.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.