Enski boltinn

Mike Riley útskýrir hvernig afskipti myndbandadómara verða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mike Riley fylgist vel með Jon Moss í viðtali.
Mike Riley fylgist vel með Jon Moss í viðtali. Vísir/Getty
Fleiri dómaraaugu verða á fótboltaleikjum í framtíðinni og hluti þeirra mun njóta góðs af myndbandsupptökum. Tæknin er nú orðin stór hluti af fótboltadómgæslu.

Enskir knattspyrnuáhugamenn sáu myndbandadómara koma við sögu í undanúrslitaleik Chelsea og Arsenal í enska deildabikarnum í gærkvöldi.

Dómari leiksins fékk þá skilaboð frá myndbandadómara um hvort um víti væri að ræða eða ekki. Hann dæmi ekki víti og markalaust jafntefli varð niðurstaðan.

Mike Riley, yfirmaður dómaramála í enska boltanum, fór stuttlega yfir það  með BBC í hverju starf myndbandadómara verður fólgið nú þegar það fjölgar leikjum í enska boltanum með þá til staðar.

Það smá sjá útskýringu Mike Riley hér fyrir neðan.



Myndbandadómararnir komu fyrst við sögu í bikarleik Brighton og Crystal Palace 8. janúar síðastliðinn og þeir verða einnig notaðir í aukaleikjum í þriðju umferð enska bikarsins.

Markmið númer eitt verður að stytta tímann sem það tekur að fara yfir upptökur af atvikunum en í því hefur gagnrýnin verið háværust hingað til.

Það má líka heyra á Mike Riley að myndbandadómararnir munu ekki láta heyra í sér nema um augljós mistök sé að ræða hjá dómurum leiksins. Það fara því engin vafamál fyrir myndbandadómarana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×