Fótbolti

Albert Guðmunds og 19 marka maðurinn Andri Rúnar byrja frammi á móti Indónesíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Byrjunarlið Íslands.
Byrjunarlið Íslands. Mynd/KSÍ
Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt á móti Indónesíu en leikurinn fer fram á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta.

Heimir er með þrjá nýliða í byrjunarliði sínu en það eru miðjumennirnir Mikael Neville Anderson, Samúel Kári Friðjónsson og framherjinn Andri Rúnar Bjarnason.

Andri Rúnar Bjarnason skoraði 19 mörk í Pepsi-deildinni síðasta sumar og jafnaði markametið í efstu deild á Íslandi.

Andri Rúnar var ekki valinn í upphaflega hópinn en var tekinn inn þegar Björn Bergmann Sigurðarson forfallaðist. Hann fer hinsvegar beint inn í byrjunarliðið og verður í framlínunni með Alberti Guðmundssyni.

Ólafur Ingi Skúlason er reyndasti leikmaður íslenska hópsins og mun bera fyrirliðabandið í leiknum í dag sem hefst klukkan 11.30 að íslenskum tíma.

Byrjunarlið Íslands:



Markvörður:

Frederik Schram

Vörn:

Viðar Ari Jónsson

Hjörtur Hermannsson

Hólmar Örn Eyjólfsson

Böðvar Böðvarsson

Miðja:

Mikael Neville Anderson

Ólafur Ingi Skúlason (fyrirliði)

Samúel Kári Friðjónsson

Arnór Ingvi Traustason

Sókn:

Albert Guðmundsson

Andri Rúnar Bjarnason




Fleiri fréttir

Sjá meira


×