Lífið

Lygileg saga frá því þegar Margot Robbie hitti Ellen í fyrsta skipti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Geggjuð saga frá Margot Robbie.
Geggjuð saga frá Margot Robbie.

Ástralska leikkonan Margot Robbie mætti í fyrsta sinn í spjallþátt Ellen í vikunni og ræddu hún um brúðkaupsferð sína.

Það sem gerir söguna mjög skemmtilega er að hún fjallar í raun um það þegar Margot Robbie hitti Ellen Degeneres í fyrsta skipti.

Það gerðist einmitt í brúðkaupsferð Robbie og Tom Ackerley, sem giftu sig árið 2016. Hjónin voru þá stödd á fallegri eyju og ætluðu að skella sér í ræktina einn daginn. Ackerley var aftur á móti ekki með mikið magn af líkamsræktarklæðnaði með sér og varð hann að klæða sig í vægast sagt litlar stuttbuxur. Svo litlar að það sást í raun í hans heilagasta.

Robbie sagði þá við eiginmann sinn: „Þú getur ekki verið í þessu, það sést í allt.“

Þá svaraði Ackerley: „Þetta skiptir engu máli. Það er ekki eins og við séum að fara hitta einhvern.“

Því næst labba þau saman inn í líkamsræktarstöðina og fyrsta manneskjan sem þau sjá er einmitt Ellen á hlaupabrettinu og eiginkona hennar Portia de Rossi. Ekki nóg með það, þá var Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti einnig á svæðinu.

Hér að neðan má hlusta á sögu Margot Robbie.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.