Enski boltinn

Guardian: Man. United að reyna að stela Alexis Sánchez af Man. City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexis Sánchez.
Alexis Sánchez. Vísir/Getty
Alexis Sánchez hefur verið á leiðinni til Manchester City samkvæmt flestum fjölmiðlum í Englandi en nú berast nýjar fréttir frá Manchester borg.

Guardian slær því upp að Manchester United sé að reyna að stela Sílemanninum af Manchester City.

Manchester United hefur boðið 25 milljónum punda í Alexis Sánchez samkvæmt fyrrnefndri frétt Guardian en City var að bjóða 20 milljónir punda í hann.

Alexis Sánchez hefur náð samkomulagi um kaup og kjör við Manchester City sem er tilbúið að borga honum 250 þúsund pund á viku.

Manchester United hefur ekki bara boðið Arsenal hærri upphæð fyrir leikmanninn heldur einnig er félagið að gefa Arsenal kost á því að kaupa Armenínumanninn Henrikh Mkhitaryan.

Vandamálið þar eru laun Henrikh Mkhitaryan sem er að fá 200 þúsund pund á viku.

Alexis Sánchez spilaði fyrir Pep Guardiola hjá Barcelona og þekkir því vel til Spánverjans. Jose Mourinho er samt sem áður bjartsýnn á að ná að sannfæra Sílemanninn um að koma frekar til Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×