Lífið

Myndin sem er að drepa alla úr hlátri

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svona gerir maður maður bara ekki.
Svona gerir maður maður bara ekki.

Ein allra vinsælasta færslan á Twitter síðustu daga kemur frá manni sem heitir Andy Cole.

Þar má sjá mynd af manni sem virðist vera að brjóta reglur skyndibitakeðjunnar KFC. Líklega er ekki um reglu að ræða þar sem starfsfólk KFC hefur sennilega ekki dottið þetta í hug.

Frí áfylling er á KFC en ekki er gert ráð fyrir því að viðskiptavinirnir fylli KFC fötu af gosdrykk, rétt eins og þessi maður er að gera.

„Sir. SIR“ skrifar Andy nokkur Cole með myndinni á Twitter og vísar til þess þegar Oliver nokkur Twist bað um áfyllingu á munaðarleysingjahælinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.