Fótbolti

Stærsti sigur Íslands í 33 ár

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andir Rúnar Bjarnason skoraði fyrir Ísland í dag.
Andir Rúnar Bjarnason skoraði fyrir Ísland í dag. Mynd/KSÍ

Íslenska karlalandsliðið vann í dag sinn stærsta sigur í 33 ár er strákarnir okkar höfðu betur í vináttulandsleik gegn Indónesíu ytra, 6-0.

Stærsti sigur Íslands frá upphafi er 9-0 sigur á Færeyjum árið 1985 en sigurinn í dag er sá stærsti síðan þá. Ragnar Ingi Margeirsson skoraði þrennu í þeim leik.

Þetta er enn fremur stærsti sigur Íslands á útivelli frá upphafi. Ísland vann áður 6-1 sigur á Færeyjum árið 1976.

Leikurinn í dag fór fram við mjög skrautlegar aðstæður og þurfti að gera hlé á honum vegna þrumuveðurs. Það gerði einnig hellidembu og var völlurinn því afar blautur, sem gerði leikmönnum erfitt fyrir.

Andri Rúnar Bjarnason skoraði eina mark fyrri hálfleiks en hann hafði meira að segja brennt af vítaspyrnu í stöðunni 0-0. Kristján Flóki Finnbogason, Óttar Magnús Karlsson, Tryggvi Hrafn Haraldsson, Hjörtur Hermannsson og Hólmar Örn Eyjólfsson skouðu hin mörk Íslands.

Liðin mætast aftur ytra á sunnudaginn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.