Handbolti

Aron: Ég er klár í Svíaleikinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron á æfingunni í Paladium-höllinni í dag.
Aron á æfingunni í Paladium-höllinni í dag. vísir/ernir
Aron Pálmarsson æfði af krafti með íslenska landsliðinu í Króatíu í dag og virðist hafa hrist af sér bakmeiðslin sem voru að plaga hann á dögunum.

„Standið er gott og ég er klár í leikinn,“ segir Aron ákveðinn eftir æfinguna í keppnishöllinni í dag.

„Það tók einhverja 72 tíma að laga þetta. Ég er alveg klár. Þetta er ekkert sem var að plaga mig áður en ég kom en ég fékk tak út í Þýskalandi. Það er gott að þetta sé búið.“

Meiðsli hafa leikið Aron grátt á síðustu árum og oftar en ekki í kringum stórmót.

„Það er ömurlegt. Eins og staðan er í dag ætti ég að ná þessu alveg frá upphafi til enda. Það er búið að tjasla mér saman og ég er alveg 100 prósent.“

Leikur Íslands og Svíþjóðar hefst klukkan 17.15 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir

Enn verið að mála keppnishöllina í Split

Það er rétt rúmur sólarhringur í að keppni hefjist í riðli Íslands á EM í Split. Þegar blaðamaður Vísis mætti á svæðið nú undir hádegi sá hann strax að ekki er allt tilbúið.

Litlar væntingar en möguleikar fyrir hendi

Væntingarnar til íslenska handboltalandsliðsins fyrir stórmót hafa oft verið meiri en nú. Stefán Árnason, þjálfari KA, segir algjört lykilatriði að Aron Pálmarsson verði með á EM og vörn Íslands verði sterk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×