Handbolti

Ágúst Elí: Blanda af spennu og stolti

Henry Birgir Gunnarsson í Split skrifar
Ágúst Elí á æfingu Íslands í dag.
Ágúst Elí á æfingu Íslands í dag. vísir/ernir
Markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson þreytir frumraun sína á stórmóti annað kvöld er hann spilar með íslenska landsliðinu gegn Svíum á EM í Króatíu.

Ágúst Elí virkaði afslappaður og yfirvegaður er Vísir spjallaði við hann eftir æfingu í keppnishöllinni.

„Tilfinningin er mjög góð. Blanda af spennu og stolti. Miklar tilfinningar en ég ræð alveg við þetta,“ segir markvörðurinn kíminn og óttast ekki svefnlausa nótt daginn fyrir leik.

„Nei, ég óttast það ekki. Það eru góð rúm á hótelinu og hef engar áhyggjur af því að ég sofi eitthvað illa. Ég hef engar áhyggjur af öðru en að ég verði í standi. Annars fer ég bara með Faðir vorið. Það er ekkert mikið stress og mér líður mjög vel hérna.“

Markvörðurinn segir samt að hann hafi áttað sig almennilega á því að komið væri að stóru stundinni er hann labbaði inn í höllina í dag.

„Það var smá spennufall er ég kom inn í höllina og gerði mér grein fyrir því hvað þetta væri stórt. Svo byrjar maður að verja skot og fer að finna sig.“

Sjá má viðtalið í heild hér að neðan. Leikur Íslands og Svíþjóðar hefst klukkan 17.15 á morgun er í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir

Aron: Ég er klár í Svíaleikinn

Aron Pálmarsson æfði af krafti með íslenska landsliðinu í Króatíu í dag og virðist hafa hrist af sér bakmeiðslin sem voru að plaga hann á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×