Innlent

Klámnotkun íslenskra kvenna undir meðallagi

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Klámsíðuheimsóknir íslenskra kvenna er heldur undir meðallagi samkvæmt ársskýrslu Pornhub.
Klámsíðuheimsóknir íslenskra kvenna er heldur undir meðallagi samkvæmt ársskýrslu Pornhub. vísir/anton brink
Samkvæmt tölfræðiuppgjöri Pornhub, stærstu klámsíðu veraldar, fyrir árið 2017 er klámnotkun íslenskra kvenna undir meðallagi samanborið við önnur lönd. Pornhub hefur undanfarin ár birt árskýrslur með tölfræði yfir allt milli himins og jarðar um notendur sína og notkun þeirra á síðunni. Af nógu er að taka enda heimsótti 81 milljón manns síðuna að meðaltali á hverjum degi í fyrra.

Árið 2016 komst Ísland á blað netklámrisans yfir næstflestar heimsóknir miðað við höfðatölu. Aðeins Bandaríkjamenn stóðu Íslendingum framar í þeim efnum þá.

Dökkfjólublátt Ísland táknar hér klámnotkun undir meðallagi hjá konum.
Ekkert var að finna um þá tölfræði í listanum í ár og hvergi komst Ísland á topplista yfir klámnotkun á vefnum. Á einni grafískri tölfræðiframsetningu ársskýrslunnar nú, sem snýr að heimsóknum kvenna sérstaklega, getur að líta að íslenskar konur eru undir meðallagi í heimsóknum sínum á síðuna samanborið við kynsystur sínar í öðrum löndum. Hlutfall kvenna sem heimsækja síðuna er að meðaltali 26 prósent sem þýðir að íslenskar konur eru eilítið undir því. Til samanburðar er hlutfall sænskra kvenna sem sækja síðuna heim 30 prósent.

Á öðru korti má sjá að Íslendingar sem heimsækja síðuna leita sem fyrr helst eftir myndefni sem sýnir endaþarmsmök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×