Handbolti

Kristján mun ekki syngja með íslenska þjóðsöngnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Kristján Andrésson er orðinn spenntur fyrir leik Íslands og Svíþjóðar í kvöld en hann er sem kynnugt er þjálfari sænska liðsins. Kristján, sem hefur lengst af búið í Svíþjóð, er fyrrum landsliðsmaður Íslands í handbolta.

Kristján var í viðtali í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en þar hitti íþróttafréttamaðurinn Henry Birgir Gunnarsson á hann.

„Þetta er leikur og mót sem okkur hefur hlakkað lengi til. Nú er komið að Íslandi og öllu því sem leiknum fylgir,“ sagði Kristján sem ætlar ekki að syngja með íslenska þjóðsöngnum í kvöld.

„Nei, það mun ég ekki gera. Ég syng sænska þjóðsönginn. Ég reyndar kann ekki allan íslenska þjóðsönginn.“

Kristján spilaði með Íslandi á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004 og hefur venjulega haldið með Íslandi þegar liðið spilar gegn Svíum. Það breyttist eðlilega þegar hann tók við sænska liðinu.

„Ég er að vinna fyrir sænska handboltasambandið en þykir samt mjög vænt um Ísland. Mér þykir líka vænt um Svíþjóð. Þetta er spes leikur og skemmtilegur.“

„Að fá að spila í svona keppni með öllum þeim tilfinningnum sem fylgir er mjög skemmtilegt.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.