Enski boltinn

Arsenal búið að sætta sig við að missa Sanchez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alexis Sanchez, leikmaður Arsenal.
Alexis Sanchez, leikmaður Arsenal. Vísir/Getty

Alexis Sanchez er á leið frá Arsenal og mun fara í þessum mánuði ef félagið fær ásættanlegt tilboð. Þetta er fullyrt á vef BBC.

Sílemaðurinn hefur lengi verið orðaður við Manchester City og er nú heimilt að ræða við önnu félög þar sem samningur hans rennur út í sumar. Hann hefur hingað til neitað öllum samningstilboðum Arsenal.

Arsenal og Manchester City hafa átt í viðræðum en hafa enn ekki náð samkomulagi um kaupverð. Arsenal vill fá 35 milljónir punda en City reiðubúið að borga 20 milljónir en samkvæmt áðurnefndri frétt er líklegt að aðilar munu mætast á miðri leið.

Þá bárust fréttir af því í gær að Manchester United hafi lagt fram tilboð í Sanchez

BBC fullyrðir að Arsenal hafi áhuga á að kaupa Brasilíumanninn Malcolm frá Bordeaux í Frakklandi til að fylla í skarð Sanchez.


Tengdar fréttir

Sanchez gæti farið frá Arsenal í janúar

Alexis Sanchez gæti verið á förum frá Arsenal í janúarglugganum, en Arsene Wenger sagði það mögulegt að félagið myndi selja Sílemanninn. Þetta segir The Mirror í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.