Enski boltinn

Segir að brotthvarf Coutinho hafi engin áhrif á leikmenn Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Coutinho og Oxlade-Chamberlain á æfingu hjá Liverpool.
Coutinho og Oxlade-Chamberlain á æfingu hjá Liverpool. Vísir/Getty

Philippe Coutinho er farinn frá Liverpool til Barcelona fyrir metfé en brotthvarf hans hefur engin áhrif á leikmenn Liverpool. Þetta sagði Alex Oxlade-Chamberlain í viðtali við enska miðla.

Fyrrum Arsenal-maðurinn telur að Liverpool hafi aðra menn í sókninni sem geti fyllt í skarð Brasilíumannsins sem hefur þó verið mikilvægur hlekkur í liði Liverpool undanfarin fimm ár.

„Ég hef hugsað lítið um það að Phil sé að fara,“ sagði Oxlade-Chamberlain. „Maður gerir sér grein fyrir að svona lagað gerist en maður getur ekki farið að velta fyrir sér hvað við eigum að gera nú þegar hann sé farinn. Við verðum bara að halda áfram.“

Hann sagði að Liverpool hafi spilað vel án Coutinho í haust. „Við erum með marga frábæra leikmenn sem geta skorað mörk - eins og Mo, Sadio og Roberto,“ sagði hann.

„Ég hef trú á þeim sem eru í liðinu. Ég held að þetta hafi engin áhrif á okkur. Við erum hjá Liverpool, það munu aðrir stórir leikmenn koma í framtíðinni.“

Liverpool mætir Manchester City í stórleik helgarinnar á sunnudag kl 16.00, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.