Körfubolti

Sögulegt kvöld: Tveir Íslendingar að störfum fyrir FIBA í sama leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigmundur Már Herbertsson og Rúnar Birgir Gíslason með hinum dómurunum í leiknum.
Sigmundur Már Herbertsson og Rúnar Birgir Gíslason með hinum dómurunum í leiknum. Mynd/Einkasafn

Íslenskur körfubolti hefur heldur betur komið sér á kortið hjá Alþjóðakörfuboltasambandinu á síðustu árum og enn eitt dæmið um það var í Lettland í gærkvöldi.

Íslenska körfuboltalandsliðið hefur verið með í síðustu tveimur úrslitakeppnum Evrópumótins en íslenskir dómarar hafa einnig verið að standa sig vel á alþjóðlegum vettvangi.

Ísland átti þannig tvo fulltrúa í gær að störfum í sama leiknum á vegum FIBA í EuroCup kvenna í Riga í Lettlandi. Þar sem áttust við heimakonur í TTT Riga gegn Mersin frá Tyrklandi.

Það voru þeir Sigmundur Már Herbertsson, FIBA dómari, og Rúnar Birgir Gíslason, eftirlitsmaður FIBA, sem voru saman í störfum í gær og var þetta í fyrsta sinn sem Ísland á tvo fulltrúa að störfum á sama leiknum á vegum FIBA, og því um sögulegan viðburð að ræða í íslenskri körfuknattleikssögu.

Meðdómarar Sigmundar Más voru þeir Tamas Benczur (aðaldómari) frá Ungverjalandi og Vladyslav Isachenko frá Úkraínu.

Um hörkuspennadi leik var að ræða, en honum lauk með 62-63 sigri hjá gestunum frá Tyrklandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.