Gylfi og félagar steinlágu gegn Tottenham

skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson í baráttunni við Christian Eriksen í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson í baráttunni við Christian Eriksen í dag. Vísir/Getty

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn þegar Everton mátti sætta sig við 4-0 tap gegn hans gamla félagi, Tottenham, á Wembley-leikvanginum í dag.

Everton virtist hafa náð að snúa slæmu gengi sínu við eftir að Sam Allardyce var ráðinn í haust og vann fjóra leiki af fimm. En síðan um miðjan desember hafa lærsveinar Allardyce spilað fimm leiki í röð án sigurs.

Tapið í dag var það þriðja í röð hjá Everton í deildinni en liðið er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 27 stig.

Tottenham hefur að sama skapi spilað vel að undanförnu og unnið fjóra af síðustu fimm. Sigurinn í dag var öruggur - Harry Kane skoraði tvö marka Tottenham en þeir Heung-min Son og Christian Eriksen eitt hvor.

Kane hefur nú skorað 98 deildarmörk fyrir Tottenham og varð með mörkunum í dag markahæsti leikmaður Tottenham í ensku úrvalsddeildinni frá upphafi.

Heimamenn spiluðu frábærlega í dag og Daninn Christian Eriksen var magnaður, eins og svo oft áður á tímabilinu. Sóknarleikur Everton var hins vegar stirður og áttu bláklæddu gestirnir ekki eitt einasta skot sem hitti á mark Tottenham í leiknum. Wayne Rooney náði reyndar að koma boltanum í markið þegar staðan var enn markalaus en hann var rangstæður.

Tyrkneski landsliðsmaðurinn Cenk Tosun spilaði sinn fyrsta leik fyrir Everton í dag en honum var skipt af velli á 62. mínútu.

Tottenham er eftir sigurinn í fimmta sæti deildarinnar með 44 stig, jafn mörg og Liverpool sem á leik til góða gegn toppliði Manchester City á morgun.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.