Sögulegur sigur Bournemouth á Arsenal

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Fyrsti sigur Bournemouth á Arsenal í sögunni staðreynd
Fyrsti sigur Bournemouth á Arsenal í sögunni staðreynd vísir/getty

Bournemouth vann 2-1 sigur á Arsenal á heimavelli sínum í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Sigurinn er sá fyrsti sem Bournemouth hefur nokkurn tíman unnið á Arsenal.

Arsenal átti nokkur mjög góð færi snemma leiks, en náði ekki að nýta sér þau og það var markalaust þegar liðin gengu til hálfleiks. Hector Bellerin braut ísinn á 52. mínútu, en var í raun nokkuð heppinn að boltinn hafi endað í netinu því Asmir Begovic náði að verja boltann, en hann skoppaði af fæti Begovic og í netið.

Bournemouth skoraði tvö mörk á fjögurra mínútna kafla um miðjan hálfleikinn, Callum Wilson skoraði það fyrra og Jordon Ibe skoraði sigurmarkið.

Leikmenn Arsenal áttu mjög slæman dag á skrifstofunni og var baulað á þá af þeim stuðningsmönnum Arsenal sem gerðu sér ferð til Bournemouth í dag. Bournemouth náði að standa af sér öll áhlaup Arsenal, að undanskildu markinu, og skiluðu góðri varnarvinnu og var liðið verðlaunað með tveimur mörkum og verðskulduðum sigri.

Arsenal situr enn í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar, en bilið upp í fimmta, og í raun fjórða sæti þar sem Tottenham og Liverpool eru jöfn að stigum, er orðið fimm stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.