Enski boltinn

Nýjasti liðsfélagi Harðar Björgvins er í eigu Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Kent.
Ryan Kent. Mynd/Bristol City
Hörður Björgin Magnússon og félagar í Bristol City fengu liðstyrk í dag þegar félagið fékk leikmann að láni frá stórliði Liverpool.

Ryan Kent er 21 árs vængmaður sem var að spila með þýska liðinu SC Freiburg fyrir áramót en snéri svo aftur til Liverpool.  

Ryan Kent mun hjálpa Bristol City í baráttunni fyrir sæti í ensku úrvalsdeildinni og gæti leikið sinn fyrsta leik á móti Norwich City á morgun.

Bristol City á einnig eftir að spila seinni undanúrslitaleikinn sinn á móti Manchester City í enska deildabikarnum.





Þetta er annar leikmaður sem kemur til Bristol City frá Bítlaborginni því félagið keypti á dögunum Liam Walsh frá Everton.

Ryan Kent er fæddur í Oldham en hefur komið upp í gegnum akademíu Liverpool. Hann fór á láni í fjóra mánuði til Coventry City og var í láni hjá Barnsley allt 2016-17 tímabilið þar sem hann var kosinn besti ungi leikmaður félagsins.

Ryan Kent er með samning við Liverpool út júní 2019 en hann hefur aðeins spilað einn keppnisleik fyrir félagið en sá var í enska bikarnum 8. janúar 2016.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×