Enski boltinn

Klopp um Coutinho: Ef einhver ætti að vera reiður eða vonsvikinn þá er það ég

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp og Philippe Coutinho.
Jürgen Klopp og Philippe Coutinho. VísirGetty

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hitti fjölmiðlamenn í dag fyrir leik Liverpool á móti toppliði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Klopp var að sjálfsögðu spurður út Philippe Coutinho sem Liverpool er búið að selja til Barcelona fyrir metfé í sögu félagsins.

„Það var enginn annar möguleiki. Ef einhver ætti að vera reiður eða vonsvikinn þá er það knattspyrnustjóri félagsins sem reyndi allt til að sannfæra Phil um að vera hérna áfram,“ sagði Jürgen Klopp.

„Hann var aðeins tilbúinn að fara frá Liverpool fyrir aðeins eitt félag og það var Barcelona. Við vorum að reyna að berjast fyrir því að halda honum. Það var hinsvegar hundrað prósent ljóst að það var enginn mjöguleiki á því að ég gæti notað hann á seinni hluta tímabilsins. Þetta er bara búið núna. Svona er þetta,“ sagði Klopp.

Jürgen Klopp og Philippe Coutinho. Vísir/Getty


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.