Lífið

Ef Ásgeir Trausti væri færeyskur myndi hann hljóma svona

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svakalega vel gert hjá Dávi.
Svakalega vel gert hjá Dávi.
Íslenski tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti gaf út plötuna Dýrð í dauðaþögn árið 2012 og er um að ræða eina vinsælustu íslensku plötu seinni ára.

Ásgeir hefur verið að reyna fyrir sér erlendis sem tónlistarmaður og gengið vel. Færeyski tónlistarmaðurinn Dávur Í Dali hefur nú gefið út eigin útgáfu af laginu Dýrð í dauðaþögn og greinir hann frá því á Facebook. Þar segir hann að þetta sé eitt uppáhalds íslenska lagið sitt.

Hér að neðan má hlusta á Dáv spreyta sig og einnig er hægt að hlusta á upprunalega lagið með Ásgeiri.

.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×