Fótbolti

76 þúsund manns búnir að kaupa miða á leik Íslands og Indónesíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albert Guðmundsson átti mjög góðan leik í fyrri leiknum.
Albert Guðmundsson átti mjög góðan leik í fyrri leiknum. Mynd/KSÍ

Íslenska karlalandsliðið í fóbolta er komið til Jakarta þar sem síðari leikur liðsins gegn Indónesíu fer fram á sunnudaginn á Gelora Bung Karno vellinum í borginni.

Íslenska landsliðið vann 6-0 sigur á úrvalsliði Indónesíu í gær eftir að hafa skorað fimm mörk í seinni hálfleiknum en staðan var 1-0 í hálfleik.

Ísland æfir á morgun á keppnisvellinum sjálfum í undirbúningi sínum fyrir leikinn. Þess má geta að gríðarlegur áhugi er á leiknum í Jakarta og hefur KSÍ fengið þær fregnir að uppselt sé á leikinn. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu KSÍ. Völlurinn tekur um 76 þúsund manns í sæti svo ljóst er að stemningin verður mikil.

Það er ekki á hverjum degir sem íslenskt landslið spilar fyrir meira en 75 þúsund manns.

Leiknum á sunnudaginn hefur verið frestað um 30 mínútur og hefst því klukkan tólf á hádegi að íslenskum tíma.

Mynd/KSÍ


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.