Erlent

Brenndi fangamark sitt í lifur sjúklinga

Kjartan Kjartansson skrifar
Aðfarir læknisins eru ekki sagðar hafa haft áhrif á árangur aðgerðanna. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki.
Aðfarir læknisins eru ekki sagðar hafa haft áhrif á árangur aðgerðanna. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/Getty

Breskur skurðlæknir sem brenndi fangamerk sitt í lifur sjúklinga í líffæraskiptiaðgerðum hefur verið dæmdur til að greiða sekt og til að sinna samfélagsþjónustu. Saksóknari segir að málið sé fordæmalaust í sakamálasögu Bretlands.

Simon Bramhall játaði sig sekan af ákæru í tveimur liðum í síðasta mánuði. Hann var sakaður um að hafa beitt tæki sem vanalega er notað til að loka blæðandi æðum til að brennimerkja líffærin með upphafsstöfum sínum, að sögn AP-fréttastofunnar.

Hann lét af störfum við Sjúkrahús Elísabetar drottningar í Birginham árið 2014 þegar annar læknir uppgötvaði brot hans. Sjúkrahúsið fullyrðir að aðfarir læknisins hafi ekki haft nein áhrif á árangur aðgerðanna.

Dómarinn í málinu sagði að hroki Bramhall hafi gengið svo langt að hann hafi orðið glæpsamlegur. Þrátt fyrir að sjúklingarnir hafi ekki orðið fyrir líkamlegum skaða hafi þeir orðið fyrir sálrænu áfalli þegar þeir komust að því hvað læknirinn hafði gert.

Bramhall þarf að greiða 10.000 punda sekt, jafnvirði um 1,4 milljóna króna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.