Lífið

Spennuspillar í lýsingu fóru öfugt í landann

Samúel Karl Ólason skrifar
Um tuttugu mínútum eftir að leikurinn hófst komst hljóðið í lag.
Um tuttugu mínútum eftir að leikurinn hófst komst hljóðið í lag.

Fjölmargir Íslendingar voru ósáttir við það að lýsandi handboltaleiks Íslands og Svíþjóðar, fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu, er á undan myndinni. Kvörtunum rignir inn á Twitter þar sem fólk er meðal annars að kalla Einar Örn Jónsson skyggn. Það hljóti að vera þar sem hann viti hvað sé að fara að gerast í leiknum.

Þá segist einn áhorfandi hafa reiknað út að nóg sé að færa sig um 18.786 kílómetra frá sjónvarpinu til að hljóðið berist á sama tíma og myndin.

Íþróttadeild Rúv sagði að örðugleikar hefðu verið með hljóðið frá Króatíu þar sem leikurinn fer fram. Um tuttugu mínútum eftir að leikurinn hófst komst hljóðið í lag.

Hér að neðan má sjá nokkur af tístum misreiðra Íslendinga. Alla umræðuna um leikinn má svo sjá undir #emruv.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.