Lífið

Spennuspillar í lýsingu fóru öfugt í landann

Samúel Karl Ólason skrifar
Um tuttugu mínútum eftir að leikurinn hófst komst hljóðið í lag.
Um tuttugu mínútum eftir að leikurinn hófst komst hljóðið í lag.
Fjölmargir Íslendingar voru ósáttir við það að lýsandi handboltaleiks Íslands og Svíþjóðar, fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu, er á undan myndinni. Kvörtunum rignir inn á Twitter þar sem fólk er meðal annars að kalla Einar Örn Jónsson skyggn. Það hljóti að vera þar sem hann viti hvað sé að fara að gerast í leiknum.

Þá segist einn áhorfandi hafa reiknað út að nóg sé að færa sig um 18.786 kílómetra frá sjónvarpinu til að hljóðið berist á sama tíma og myndin.

Íþróttadeild Rúv sagði að örðugleikar hefðu verið með hljóðið frá Króatíu þar sem leikurinn fer fram. Um tuttugu mínútum eftir að leikurinn hófst komst hljóðið í lag.

Hér að neðan má sjá nokkur af tístum misreiðra Íslendinga. Alla umræðuna um leikinn má svo sjá undir #emruv.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×