Handbolti

Aron: Ekki yfirlýsing heldur tvö verðskulduð stig

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron á æfingu í vikunni.
Aron á æfingu í vikunni. vísir/ernir

Aron Pálmarsson, miðjumaður og lykilmaður Íslands í handbolta, segir að sigurinn gegn Svíum hafi ekki verið yfirlýsing frá íslenska liðinu heldur tvö verðskulduð stig.

„Mér fannst við miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik. Þeir áttu ekki breik og við áttum svör við öllu sem þeir voru að gera. Svo í síðari hálfleik þá gáfum við aðeins eftir,” sagði Aron í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í Split.

„Mér fannst við ekkert þurfa þess. Kannski var það ástæðan að við vorum að spila dálítið á sama mannskapnum, en þetta var orðið þægilegt og ekkert of stressaður undir lokin. Við spiluðum vel og undirbjuggum okkur vel, sér í lagi varnarlega, og mér fannst þeir eiga ekki nein svör.”

Það lýsti kannski áræðninni og viljanum í íslenska liðinu að okkar menn væru næstum því byrjaðir að rífast tveimur mörkum yfir gegn Svíum með nokkrar sekúndur eftir.

„Ég held að Bjöggi hafi látið mig heyra það fimm sinnum á síðustu tíu mínútunum. Það sýnir að við viljum gera allt vel og hvert mark skiptir máli. Við erum hérna til að gera einhverja hluti og það skipta öll mörk máli.”

Þetta var liðssigur hjá íslenska liðinu en margir voru að leggja hönda á plóg. Aron var að grýta út stoðsendingum á miðjunni og stýrði leiknum vel.

„Ég held að ég hafi verið eini stórmóts-gaurinn og tapaði sjö til átta boltum í þessum leik. Hinir voru frábærir og þetta gekk smooth. Við vorum flottir og spiluðum vel, varnar- og sóknarlega.”

Er þetta yfirlýsing frá íslenska liðinu að það er ekki mætt til Króatíu til þess eins að vera með?

„Maður er búinn að heyra endalaust af gagnrýnisröddum. Það er ekkert litið stórt á okkur í dag, en statement, nei. Við visusm alveg að við gátum unnið þennan leik og mér fannst þetta vera tvö verðskulduð stig,” sagði Aron að lokum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.