Lífið

Mikilsverðir staðir allt í kring um Guðrúnu Helgu

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Hér voru það blómin hvítu sem heilluðu Guðrúnu.
Hér voru það blómin hvítu sem heilluðu Guðrúnu.

Guðrún Helga Andrésdóttir sýnir vatnslita- og olíumyndir í Safnahúsi Borgarfjarðar, Bjarnarbraut 4-6, um þessar mundir, flestar þeirra málaðar á síðasta ári. Myndirnar eru margar hverjar af stöðum sem Guðrún tengist á einhvern hátt eða hefur komið á. Með það í huga nefnir hún sýninguna Staðir allt um kring.

Guðrún Helga býr í Borgarnesi og á ættir að rekja í Suður-Þingeyjarsýslu og uppsveitir Borgarfjarðar. Er dóttir Þorgerðar Kolbeinsdóttur frá Stóra-Ási og Andrésar Kristjánssonar ritstjóra. Hún hefur lagt stund á myndlist um margra ára skeið og sótt sér menntun á því sviði gegnum árin.

Átta bæir í Hálsasveit sem voru í Stóra-Ás kirkjusókn áður en hún var lögð niður og færð til Reykholts eru meðal myndefna á sýningunni. Kveikjan að því er setning í bókinni Engjafang eftir móðurbróður Guðrúnar, Magnús Kolbeinsson:

„Frá bernsku er mér minnisstætt þegar ég horfði á kirkjufólkið koma til kirkju úr þremur höfuðáttum, framan frá Hraunsási og Húsafelli, sunnan frá Augastöðum og Giljum og utan frá Kollslæk, Sigmundarstöðum og Refsstöðum.“

Auk bæjamyndanna sýnir Guðrún Helga myndir af fjöllum og öðrum náttúrufyrirbærum í nágrenninu og fleiri stöðum.

Sýningin er opin kl. 13 til 18 virka daga til 2. mars og aðgangur er ókeypis.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.