Handbolti

Bjöggi: Þeir eru með allt þetta lið, en eru ekki Íslendingar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Björgvin Páll varði 15 skot og þar af 2 vítaskot
Björgvin Páll varði 15 skot og þar af 2 vítaskot vísir/ernir

Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik í marki Íslands gegn Svíum á Evrópumótinu í Króatíu í dag, en Ísland fór með 26-24 sigur eftir að hafa verið tíu mörkum yfir snemma í seinni hálfleik.

„Ég var frekar heppinn heldur en heitur, held ég,“ sagði Björgvin Páll hlæjandi í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn.

„Þetta gekk vel, ánægður með það að hafa klukkað í nokkra bolta og gaman að fara með tvö stig.“

„Hellings vinna og við spiluðum við þá í Höllinni fyrir stuttu. Það er oft þannig með okkur að ef við náum að leikgreina vel þá spilum við vel. Vörnin á hrós skilið fyrir sína vinnu, þeir gefa þeim lítinn tíma og mikla pressu. Virðast alltaf vera í andlitinu á þeim allan leikinn og þá er mitt verk auðveldara.“

Ísland var með mikla forystu lengi vel og náði eins og áður segir mest tíu marka forskoti. Því var í raun hálf svekkjandi að hafa að lokum aðeins unnið með tveimur mörkum.

„Okkur leið mjög vel allan leikinn. Auðvitað er erfitt að halda út svona leik, sérstaklega fyrsta leik í stórmóti. Það er fullt af tilfinningum og mikil læti og þá koma slæmir kaflar, en við stóðum þetta af okkur.“

„Það fer um mann, en við spilum heilsteyptan leik og mér fannst þeir ekki vera líklegir. Þeir voru ekki andlega tilbúnir, þeir eru með allt þetta lið en þeir eru ekki Íslendingar,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.