Handbolti

Ólafur: Verður gaman að mæta á æfingu eftir mót

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur var frábær í kvöld.
Ólafur var frábær í kvöld. vísir/ernir
Ólafur Guðmundsson, maður leiksins í sigri Íslands á Svíum á EM í Króatíu, segir að það hafi farið örlítið um hann þegar Svíar minnkuðu muninn í leiknum hægt og þétt. Hann segir þó að sigurinn hafi verið erfiður, en sætur.

Ólafur spilar með Kristianstad í Svíþjóð og hann segir að það hafi ekkert æst sig upp fyrir leikinn, en vissulega muni það vera gaman að mæta á æfingu eftir mót.

„Hvort sem það var það eða eitthvað annað þá skipti þetta miklu máli þegar maður er að spila á Ísland. Eftir á að hyggja verður gaman að mæta á æfingu eftir mót, en frábær sigur,” sagði Ólafur í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í Split.

„Við notuðum tímann vel frá því í leikjunum gegn Þýskalandi þar sem gekk ekki vel. Við nýttum vikuna vel og það sást á kraftinum og orkunni sem var í fyrri hálfleik að við náðum að koma þeim á óvart.”

Ólafur átti afar góðan leik og náði sér vel á strik, en hann var að lokum valinn maður leiksins hjá Íslandi. Hann segir að nánast allt hafi smollið.

„Eins og allir leikmennirnir þá small þetta bara; vörn, sókn og markvarsla. Alveg sama hvar niður var stigið. Það var allt að virka,” en fór um Ólaf á tímapunkti?

„Já, eitthvað smá, þegar maður leit á töfluna. Maður fer að hugsa í lausnum og hvað við þyrftum að gera. Við drógum of mikið niður úr tempóinu sem hjálpaði þeim að spila fastar og ná hraðaupphlaupum.”

„Sem betur fer þá náðum við að sigla þessu heim. Það er erfitt að vera keyra og keyra, en karakter að ná sigla þessu heim. Það var erfitt, en sætt.”

Hann segir að hvert mark undir lokin hafi verið gífurlegur léttir en Ísland lenti i smá vandræðum með að skora undir lokin.

„Hvert mark var þvílíkur léttir. Ótrúlega mikilvægt og vörnin. Við náðum að standa vörnina mjög vel þegar við náðum að hlaupa heim og Björgvin var að taka þessi skot fyrir utan. Við vorum þéttir maður á mann og þetta snérist um ná að hlaupa heim og þá fannst mér við vera með þá.”


Tengdar fréttir

Rúnar: Sjálfstraustið er gott

"Tilfinningin er góð. Hótelið til fyrirmyndar og með internetsambandi. Maturinn þrælfínn og ekki yfir neinu að kvarta,“ segir stórskyttan Rúnar Kárason sem verður í sviðljósinu gegn Svíum á EM í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×