Handbolti

Patrekur byrjar EM á tapi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hvít-Rússar reyndust aðeins of stór biti fyrir austurríska liðið
Hvít-Rússar reyndust aðeins of stór biti fyrir austurríska liðið vísir/epa
Lærisveinar Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu í handbolta byrjuðu Evrópumótið í Króatíu á tapi gegn Hvíta-Rússlandi í fyrsta leik B-riðils.

Leikurinn var mjög jafn framan af, en Hvít-Rússar voru þó með yfirhöndina og fóru með tveggja stiga forystu í seinni hálfleik, 14-12.

Þeir komu út úr búningsherbergjum með sama svip og fyrri hálfleikur endaði, leikurinn hélt áfram að vera í járnum en Hvít-Rússar skrefinu framar.

Það var tveggja til þriggja marka munur á liðunum út leikinn, en Austurríkismenn náðu sér í sárabótamark undir lokinn og tryggðu eins marks tap, 27-26.

Í liði Hvít-Rússa var Uladzislau Kulesh markahæstur með sjö mörk úr 11 skotum. Hjá Austurríkismönnum var Mykola Bilyk atkvæðamestur með 8 mörk.

Hin liðin í riðlinum, Frakkar og Norðmenn, eigast svo við nú seinna í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×