Handbolti

Auðvelt hjá Króötum

Heimamenn byrja af krafti
Heimamenn byrja af krafti vísir/epa

Króatar völtuðu yfir nágranna sína frá Serbíu í seinni leik fyrstu umferðar A-riðils á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Króatíu.

Þessar þjóðir bera litla nágrannaást sín á milli og tóku króatísk yfirvöld þá ákvörðun að banna serbneskum stuðninsgmönnum aðgang að vellinum því þau treystu sér ekki til þess að tryggja öryggi þeirra.

Niðri á keppnisgólfinu var fljótt ljóst í hvað stefndi, Króatar voru komnir með yfirhöndina strax frá fyrstu mínútum. Serbarnir náðu að halda í við þá til að byrja með, en á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks sigldu heimamenn fram úr og fóru með fimm marka forystu til leikhlés, 14-9.

Leikurinn hélt svo áfram í sama horfi eftir leikhléið, Króatar hægt og rólega juku forystu sína. Serbar áttu nokkra spretti inn á milli, en náðu þó aldrei að komast nálægt Króötum og leikurinn fór að lokum 32-22, tíu marka sigur Króata.

Króatar taka því toppsæti A-riðils að loknum fyrsta keppnisdegi með tvö stig. Íslendingar eru einnig með tvö stig, en markatala Íslands er slakari en Króata og því annað sæti okkar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.