Erlent

Eiginmaðurinn grunaður um að hafa myrt Janne

Samúel Karl Ólason skrifar
Síðast sást til Janne Jemtland að morgni 29. desember síðastliðinn.
Síðast sást til Janne Jemtland að morgni 29. desember síðastliðinn. Norska lögreglan/Getty
Lögregla í Noregi hefur handtekið eiginmann hinnar 36 ára gömlu Janne Jemtland og hefur hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um að hann hafi myrt eiginkonu sína. Hennar hefur verið saknað frá því fyrir áramót og í síðustu viku fannst blóð úr henni á jörðinni á vegi nærri Brtumunddal, um hundrað kílómetra norður af höfuðborginni Ósló.

Lík hennar hefur ekki fundist enn. Lögreglan segir, samkvæmt NRK, að ekki sé búist við því að hún muni finnast á lífi.

Eiginmaðurinn var handtekinn fyrr í dag og var hann ákærður eftir langa yfirheyrslu samkvæmt lögreglunni. Áður en hann var handtekinn höfðu tveir bílar þeirra verið færðir í vörslu lögreglunnar þar sem sérfræðingar leituðu í þeim. Ekki liggur fyrir hvort að blóð eða eitthvað annað hafi fundist í öðrum þeirra.

Janne Jemtland hefur verið saknað síðan 29. desember. Síðast sást til Jemtland á heimili hennar í Veldre um klukkan 2 að nóttu, 29. desember. Jemtland og eiginmaður hennar höfðu þá verið í jólaveislu og tekið leigubíl heim. Það var eiginmaður hennar sem tilkynnti um hvarf hennar þann 30. desember.

Í fyrstu stóð að eiginmaðurinn hefði verið ákærður fyrir að myrða Janne. Hið rétta er að hann hefur einungis verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og er grunaður um morð. Fréttin hefur verið uppfærð með það í huga.


Tengdar fréttir

Fundu blóð úr norskri konu sem saknað er

Lögregla í Noregi hefur staðfest að blóð sem fannst á jörðinni í norskum skógi í gær sé úr Janne Jemtland, 36 ára norskri konu sem hefur verið saknað síðan fyrir áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×