Handbolti

„Þeir eru með strengjabrúðu í markinu“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Björgvin varði vel í dag
Björgvin varði vel í dag Vísir/Ernir
Sænskir fjölmiðlar eru sammála um að landslið þeirra hafi átt martraðarbyrjun á Evrópumótinu í handbolta eftir óvænt tap gegn Íslendingum.

„Þeir eru með strengjabrúðu í marki,“ sagði handboltasérfræðingur sænska ríkissjónvarpsins, Magnus Grahn.

Fyrirsögn SVTvísir/skjáskot
Í umfjöllun SVT um leikinn segir að byrjun Svía á mótinu hafi verið sú versta sem hægt var að ímynda sér, Ísland hafi keyrt Svía í kaf.

Aftobladet segir þetta hafa verið fyrstu martröð Svía undir Kristjáni Andréssyni eftir eitt og hálft ár af sigrum. „Björgvin Páll Gústavsson varð að vegg,“ segir í umfjöllun þeirra.

Það þarf að fara langt niður á íþróttasíðu Expressen til þess að finna grein um landsleikinn, þrátt fyrir að aðeins séu um þrír tímar síðan honum lauk. Þar er fyrsta fyrirsögnin „Þetta er víst mark! Boltinn er inni,“ og vitnar þar til atviks þegar Mattias Zachrisson misnotaði hraðaupphlaup, en endursýningar benda til kynna að boltinn gæti hafa verið inni. Þá var staðan 19-23 fyrir Íslandi.


Tengdar fréttir

Ólafur: Verður gaman að mæta á æfingu eftir mót

Ólafur Guðmundsson, maður leiksins í sigri Íslands á Svíum á EM í Króatíu, segir að það hafi farið örlítið um hann þegar Svíar minnkuðu muninn í leiknum hægt og þétt. Hann segir þó að sigurinn hafi verið erfiður, en sætur.

Geir: Má ekki slaka á þrátt fyrir sigur

Geir Sveinsson, þjálfari íslenska liðsins, var ánægður með að vinnan sem strákarnir lögðu á sig fyrir leikinn gegn Svíum borgaði sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×