Íslenski boltinn

Guðmundur Böðvar í Breiðablik

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ágúst Gylfason og Guðmundur Böðvar unnu saman hjá Fjölni og eru nú sameinaðir á ný
Ágúst Gylfason og Guðmundur Böðvar unnu saman hjá Fjölni og eru nú sameinaðir á ný mynd/breiðablik

Guðmundur Böðvar Guðjónsson mun spila með Breiðabliki í Pepsi deild karla í knattspyrnu næsta sumar, en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í dag.

Guðmundur kemur í Kópavoginn frá ÍA, en hann hefur æft með Blikum að undanförnu og spilaði með þeim í BOSE mótinu.

Hinn 28 ára Guðmundur hefur helst leikið sem miðjumaður en á einnig leiki að baki sem varnarmaður. Hann er uppalinn á Akranesi en lék með Fjölni frá 2013 fram á mitt sumar 2016 þegar hann snéri heim á Skagann.

Guðmundur spilaði 10 leiki með ÍA í Pepsi deildinni á síðasta tímabili, en liðið féll úr efstu deild í haust. Hann á að baki 182 meistaraflokksleiki sem hann hefur skorað fimm mörk í.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.