Menning

Salka Sól í draumahlutverkið

Samúel Karl Ólason skrifar
Salka Sól Eyfeld.
Salka Sól Eyfeld. Vísir/Ernir

Salka Sól Eyfeld mun taka að sér hlutverk Ronju Ræningjadóttur í leikriti Þjóðleikhússins sem frumsýna á í haust. Salka segir þetta hafa verið draumahlutverk hennar frá því hún hafi verið lítil stelpa.

„Ég reyndi að hlaupa upp á svið þegar ég var 5 ára til að vera með í gleðskapnum upp á sviði og nú tæplega 25 árum síðar er mér boðið í sama gleðskap,“ skrifar Salka Sól á Facebook og vísar í frétt DV um að hún hafi fengið hlutverkið.

Selma Björnsdóttir mun leikstýra leikritinu og segist Salka ekki geta beðið eftir að vinna með henni og öllum sem að leikritinu munu koma. Hún sé byrjuð að æfa sig að hoppa yfir Helvítisgjána.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.