Körfubolti

Þóranna með slitið krossband

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Þóranna Kika Hodge-Carr í landsleik fyrir Ísland
Þóranna Kika Hodge-Carr í landsleik fyrir Ísland Mynd/FIBA
Keflavík mun ekki njóta krafta Þórönnu Kiku Hodge-Carr það sem eftir lifir af tímabilinu í Domino's deildinni í körfubolta, eða í úrslitaleik Maltbikarsins í dag, því hún er með slitið krossband. Mbl.is greindi frá.

Þóranna meiddist í leik við Snæfell í úrvalsdeildinni um síðustu helgi og eftir myndatöku í gær var ljóst að fremra krossband í hné var slitið.

Þetta er áfall fyrir Keflavík, en Þóranna hefur skorað 6,3 stig að meðaltali í vetur, tekið 4,9 fráköst og átt 1,7 stoðsendingu.

Í desember sleit landsliðskonan Emelía Ósk Gunnarsdóttir einnig krossband í hné.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×