Körfubolti

Þóranna með slitið krossband

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Þóranna Kika Hodge-Carr í landsleik fyrir Ísland
Þóranna Kika Hodge-Carr í landsleik fyrir Ísland Mynd/FIBA

Keflavík mun ekki njóta krafta Þórönnu Kiku Hodge-Carr það sem eftir lifir af tímabilinu í Domino's deildinni í körfubolta, eða í úrslitaleik Maltbikarsins í dag, því hún er með slitið krossband. Mbl.is greindi frá.

Þóranna meiddist í leik við Snæfell í úrvalsdeildinni um síðustu helgi og eftir myndatöku í gær var ljóst að fremra krossband í hné var slitið.

Þetta er áfall fyrir Keflavík, en Þóranna hefur skorað 6,3 stig að meðaltali í vetur, tekið 4,9 fráköst og átt 1,7 stoðsendingu.

Í desember sleit landsliðskonan Emelía Ósk Gunnarsdóttir einnig krossband í hné.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.